Anna Marí

Anna Marí
(Lag / texti: erlent lög / Ási í Bæ (Ástgeir Ólafsson)

Hún Anna María
er ágætis pía
já, ekki er að spyrja að því,
með brjóst eins og hóla
og brúkar jú kjóla
bara á daginn, jú sí.

Og hvað þessi manneskja matreiða kann
úr mjöll og fiski, jú það gleður mann.
Og í faðm þinn ég flý
þú ert fersk, þú ert ný.
Anna Marí,
þú ert heillandi hlý
hjá mér bólinu í,
Anna Marí.
Á sjónum ég hugsa um þroskann og þig
og þú hugsar auðvitað bara um mig.
Og í faðm þinn ég flý,
þú ert fersk, þú ert ný.
Anna Marí.

[m.a. á plötunni Ási í Bæ – „Ó fylgdu mér í Eyjar út“]