Anna litla

Anna litla
(Lag / texti: erlent lag / Sigurður Þórarinsson)

Anna litla, létt á fæti
– eins og gengur, eins og gengur –
Anna litla, létt á fæti
lagði‘ af stað í berjamó.

Fjórir ungir, sætir sveinar
– eins og gengur, eins og gengur –
Fjórir ungir, sætir sveinar
sátu þar á grænni tó.

Einn af þeim var ósköp feiminn
– eins og gengur, eins og gengur –
Einn af þeim var ósköp feiminn,
Önnu litlu kyssti þó.

Annar, talsvert áræðnari
– eins og gengur, eins og gengur –
Annar, talsvert áræðnari,
af Önnu skýlu‘ og svuntu dór.

Sá þriðji‘ enn meiri hugdirfð hafði
– eins og gengur, eins og gengur –
Sá þriðji‘ enn meiri hugdirfð hafði
um hana‘ í djúpri lautu bjó.

Eitthvað fékk sá fjórði´ að gera
– eins og gengur, eins og gengur –
Eitthvað fékk sá fjórði‘ að gera
nú finnst mér kveðið nóg.

Því hvað hann gerði‘ ef vissir, væna
– eins og gengur, eins og gengur-
Því hvað hann gerð‘ ef vissir, væna,
þú vildir strax í berjamó.

[m.a. á plötunni Eins og gengur: söngvísur eftir Sigurð Þórarinsson – ýmsir]