Ameríkubréf

Ameríkubréf
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Ásgeirsson)

Já, nú vil jeg rita heim to you eitt lítið letters bréf,
því mig langar til að segja eitt við þig,
það er langt síðan you see að jeg á penna haldið hef,
en jeg held þú undirstandir skiljir mig.

Margt er umbreytt síðan gamla frónið lét mig líva sig
en jeg lövva þig samt enn my dearest friend
því að þótt þú værir ótrú mér og annar skemmdi þig
skal jeg elska þig unto my bitter end.

Það er allright hjá mér heilsan og þá sjálfur segi jeg frá
er jeg sæmilega monníaður, því
að jeg þéna marga dali á hvurjum degi í jobbi hjá
þeim við Davíðsbræðra félagscompany.

Það var sorgarlegt að heyra hvurninn kærastinn þinn fór,
að þeir killuðu hann og sendu beint to hell,
þó hann gengi í land og færi eitt kvöld með gangsterum á þjór
en það gengur svona í Liverpoll, jú well.

Og af því var ég að hugsa um þegar nú það gamla er gleymt
að jeg gerði rétt að biðja þig frá mér,
að þú kæmir hingað westur því þann draum mig hefur dreymt,
well og drengbeibíið hans má fylgja þér.

En nú hætti jeg með ósk um að þú skulir vera skjót
til að skrifa mér og adressan hún sé
Mister Charles P. Anderson 604 b. Mainroad
Person city Indiana U.S.A.

[af plötunni Einsöngvarakvartettinn – Einsöngvarakvartettinn]