Hvað getur Stebbi gert að því?

Hvað getur Stebbi gert að því?
(Lag / texti: erlent lag / Bjarni Guðmundsson)

Er Stebbi litli fæddist var hann fagur að sjá.
Það fundu allir þá, hvað fyrir honum lá.
Og þegar þessi litli kútur kalsaði og hló,
þá kallaði hún mamma: Stefán, Ó!

Hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé sætur
og geri allar stelpur vitlaustar í sér?
Hvað varð hann um það hvort heimasætan grætur
og horfir rauðum augum á hann hvar sem hann fer?

Hvað getur hann Stebbi gert að því þó hann sé sætur
og geti stundum verið til í hopp og hí?
Og þó að kvenfólkið það geti að honum gætur,
hvað getur hann Stebbi, aumingja Stebbi gert í því?

[m.a. á plötunni Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir – Fyrr var oft í koti kátt: takið undir með Sigrúnu og Alfreð 2]