Bara þig

Bara þig
(Lag / texti: Jón Ómar Erlingsson / Bergsveinn Arilíusson)

Finnst eins og tíminn standi í stað,
ekkert gerist.
Ég beiskur reyni að finna einhver orð.
Í gegnum grínið sérðu tár,
þú ert farin.
En eitthvað brást, ég sagði eitthvað rangt.

Í svefni og vöku ég hugsa bara um þig,
hvar ertu og sé ég þig aftur?

Ég vil bara þig, mig dreymir aðeins þig.
Alls enga nema þig.
Ég verð að sjá þig einu sinni enn.
Ég vil bara þig, ég glaður gæfi allt,
þig elska þúsundfalt.
Ég verð að sjá þig einu sinni enn.

Finnst eins og jörðin standi kyrr,
ekkert gerist.
Veit ekki hvenær eða hvar.
Ég myndi drepa fyrir þig,
jafnvel deyja.
Án þín er ekkert eins og það var.

Í svefni og vöku ég hugsa bara um þig,
hvar ertu og sé ég þig aftur?

Ég vil bara þig, mig dreymir aðeins þig.
Alls enga nema þig.
Ég verð að sjá þig einu sinni enn.
Ég vil bara þig, ég glaður gæfi allt,
þig elska þúsundfalt.
Ég verð að sjá þig einu sinni enn.

[m.a. á plötunni Pottþétt ´99 – ýmsir]