Frelsarinn

Frelsarinn
(Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson

Þú fæddist hér fyrir nær tvö þúsund árum
og frið þú boðaðir mannkyni í sárum.
Þú varst miskunnin ein,
þú varst manngæskan hrein,
og þinn máttur svo sterkur að læknaði öll mein.

Þeir trúðu á þig, þeir tilbáðu þig
og í fyllingu tímans – krossfestu þig.
En þú lifir enn og þú ríkir enn
og þinn fórnardauði frelsaði’ alla menn.
Þú ert frelsarinn – þú ert frelsarinn.

Hvað hefur gerst á þessum tvö þúsund árum?
Enn þjáist mannkynið, flakandi í sárum.
Áfram snýst tímans kvörn,
trúin er engin vörn
okkur, sem sveltum til bana lítil börn.

Hallelúja – hallelúja
og daglega um eilífð, við krossfestum þig.

[m.a. á plötunni Ævintýri – [ep]]