Bjarkarljóð

Bjarkarljóð
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Um skógarins göng, þar sem björkin syngur brag
og blómskrúðið hlær við sólareldi
skal brúðför okkar ganga einn góðan veðurdag
um grænan stíg í sumarljómans veldi.

Í bjarkanna ríki við fundumst, fagra mær,
í fyrsta sinn þar hendur okkar mættust,
og vonarborgin reis þar sem græna laufið grær,
og gullnir draumar fæddust þar og rættust.

Þar svífa okkar minningar sólargeislaveg,
þar seiðir liðin tíð í ótal myndum,
þar skiptumst við á hringum og heitum, þú og ég,
og hjartnanna tryggð um eilífð við bindum.

[óútgefið]