Einmana

Einmana
(Lag / texti: Pétur Hjálmarsson og Páll A. Þorgeirsson / Magnús Benediktsson)

Harmhljóð og kuldi
hvín um niðdimma nótt.
Harmurinn duldi kvelur,
mér er ei rótt.
Þannig er líf mitt,
allt dimmt og kalt.
Lífslöngun mín fjarar út.

Heyrt hef ég sögur
um hamingjuna og ást.
Mín ást var fögur,
en trausti mínu þú brást.
Við sátum saman,
allt var svo hljótt.
Draumhallir byggðum við tvö.

Ástin mín eina,
ég grátbið þig:
gefðu mér ást þína á ný.

Allt hefur brugðist,
lífið gleðinni sneytt.
Allt er ég hugðist,
hefur þú öðrum veitt.
Mín ást er eilíf,
ég bið ei neins,
fái ég aðeins að deyja.

[af plötunni Geislar – [ep]]