Seljadalsrósin

Seljadalsrósin
(Lag / texti: erlent lag / Friðrik A. Friðriksson)

Í suðri reis máni og sveif yfir tindi,
en sólin var hnigin við bládjúpsins rönd,
er við gengum tvö sæl upp með Seljadalstindum,
er silfur sitt spunnu yfir iðgróin lönd.

Hverri sumarrós fegri var fljóðið mitt bjarta,
ei fegurð var samt hennar dýrasta hrós:
úr augum lék bjarmi frá einlægu hjarta.
Því unni ég Maríu Seljadalsrós.

Og mjúklega húmið úr möttul sinn breiddi,
og María hlýddi á mig sólhýr á brá.
Okkar tunglskinið, máninn og sefblærinn seiddi.
Mér Seljadalsrósin gaf ást sína þá.

[m.a. á plötunni Karlakór Keflavíkur – Suðurnesjamenn]