Óbyggðaferð

Óbyggðaferð
(Lag og texti: Ómar Ragnarsson)

Sælt er að eiga sumarfrí,
sveimandi út um borg og bý.
Syngjandi glaður aka í
óbyggðaferð í hópi.

Ó – ó – óbyggðaferð, ó – ó – óbyggðaferð,
ó – ó – óbyggðaferð, óbyggðaferð í hópi.

Öræfasveit er ekki spör
á afburðakjör fyrir fjörug pör.
Í Skaftafellsskógi er ástin ör,
ölvuð af heitum vörum.

Ör – ör – öræfaferð, ör – ör – öræfaferð,
ör – ör – öræfaferð, í öræfaferð við förum.

Í Kerlingarfjöll í hvelli öll,
við keyrum í rútu með sköll og köll,
og föllum af skíðum í freðna mjöll,
fim eins og beljur á svelli.

Kell – kell – Kerlingarfjöll, kell – kell – Kerlingarfjöll.
kell – kell – Kerlingarfjöll, Kerlingarfjöll í hvelli.

Þórsmörkina við þráðum mest,
þangað menn dóla í langri lest
og festa svo bílinn fyrir rest
og þá til við dömur manga.

Í kjarrinu láta þér flakka flest
í felunum þar er elskast mest.
Hafa með ættu menn held ég prest,
ef hættum við okkur þangað.

Þórs – Þórs – Þórsmerkurferð, Þórs – Þórs – Þórsmerkurferð.
Þórs – Þórs – Þórsmerkurferð, í Þórsmerkurferð við slórum.

Sælt er að eiga sumarfrí
sveimandi út um borg og bý,
syngjandi glöð við ökum í
óbyggðaferð í hópi.

Ó – ó – óbyggðaferð, ó – ó – óbyggðaferð,
ó – ó – óbyggðaferð, óbyggðaferð í hópi.

[m.a. á plötunni Svona var það 1965 – ýmsir]