Jakkalakkar

Jakkalakkar
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Þau bíða vakandi sem villidýr um nætur
með vonleysi í augum og uppslitnar rætur
þar sem óttinn býr í brjóstum manna
með blóðbragð á tungu milli gulra tanna
þar sem neongrænir dagar dragnast á fætur.

Jakkaklæddir menn
kúra bak við borð
við græna ljósið frá tölvunni
éta tölvuprentuð orð.

Hér fórna men öllu fyrir nótt á nálaroddi,
þeirra náttflet er gatan og víman þeirra koddi,
hér er sprautan hamingja hjartans auða
og hlekkir lífsins fylgja þeim til dauða,
hér nærist  eymdin á eigin vaxtarbroddi.
Hér má sjá hús sem hýsa skugga þeirra manna
sem heiminum stjórna milli rándýrs hvítra tanna
sem vandanum eyða með einu striki
og allur þeirra pappír síðan safnar bara ryki
og flokksvélin lofar að láta málið kanna.

Jakkaklæddir menn
kúra bak við borð
við græna ljósið frá tölvunni
éta tölvuprentuð orð.

Þegar tíminn er enginn til að elska eða brosa
og hver einasti þingmaður hefur nefið hans Gosa
og fólkið vinnur myrkranna á milli
og margtuggnar klisjur keppa um fjöldans hylli,
þá halda menn að víman muni vondu málin losa.

Jakkaklæddir menn
kúra bak við borð
við græna ljósið frá tölvunni
éta tölvuprentuð orð.

[af plötunni Bubbi Morthens – Von]