Á Lækjartorgi

Á Lækjartorgi
(Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Sigurðsson)

Lífið er fjörugt á Lækjartorgi
löngum er skyggja fer.
Fljóð með nettan fót
fara á stefnumót
og finna hann einmitt hér.

Löngum má sjá á Lækjartorgi
lífsgleði sérhvert kvöld,
hróp og hlátrasköll,
hávær óp og köll
og hér predika bæjarins postular fjöldanum píslir og syndagjöld.

Löngum má sjá á Lækjartorgi
lífsins gleði og sorg.
Bílar bruna hjá,
blása og vald sitt tjá
í vorri veglegu borg.

En lítil stúlka á Lækjartorgi
lítur um öxl sér hljótt.
Angar aftanblær
örar hjartað slær.
Hvort man hún ekki sakleysið sem hann rændi frá henni í nótt.

[m.a. á plötunni Strákarnir okkar – ýmsir]