Ein á ferð

Ein á ferð
(Lag / texti: erlent lag / Guðrún Pálsdóttir)

Ég var ein á ferð um þennan þögla sand.
Það er dimm og kyrrlát nótt.
Þú ert farinn heim í þinna feðra land.
Þér fannst allt svo tóm og ljótt.

Þú sást auðn og tóm, þú sást engin blóm.
Þú sást aldrei þetta hljóða gleðiband.
Þú sást bara þennan dimma, þögla sand,
og þetta var mitt heimaland.

Þú varst alinn upp við leti, glys og glaum,
hávær gleðin var yndi þitt.
Ég var andstæðan við þennan ólgustraum,
ég eitt gaf þér hjarta mitt.

Þú sást auðn og tóm, þú sást engin blóm.
Þú sást aldrei þetta hljóða gleðiband.
Þú sást bara þennan dimma, þögla sand,
og þetta var mitt heimaland.

Okkar leiðir lágu saman litla stund,
og nú lifir aðeins minning um það hlý.
Það sem vakir eftir þennan forna fund
mun færa okkur ást á ný.

[m.a. á plötunni Svona var 1968 – ýmsir]