Aðeins smekksatriði
(Lag / texti: Megas)
Þeir velja sér eitt og þú velur þér annað
og þeir vita ekki neitt þú ímyndar þér margt
og sumt af því er leyfilegt og sumat af því er bannað
og sumt er mjúkt meðan annað er hart
þú óttaðist það forðum að fara of skart
þér sýndist farsælla heldur að það bara bíði
en þú vissir ekki þá þetta var bara smekksatriði.
Þú veðjaðir á hitt meðan þeir veðjuðu á þetta
þú vandaðir þig eins og barn í reifum
þú sást þá gnæfa yfir þig eins og kletta
það var engin gæfa sem fylgdi þeim skeifum
þú varst umkringdur björgum og illa kleifum
ekkert gat komið á friði
og svo var þetta allt saman aðeins smekksatriði.
Kannski varstu bara að lokum leiður á biðinni
því þú lést hvorki draga þig á asnaeyrunum meir
né halda þér föstum
og það dæmir enginn tunglið eftir dimmu hliðinni
og svo dagar og þú veist að þú ert líka þeir
með þínum kostum og löstum.
Já þér fannst þeta allt svo úthugsað og pælt
og aðrir kostir þeir komu ekki til greina
en samt var eins og eitthvað væri skakkt og skælt
það skilaði sér aldrei sem þú vildir meina
það er augljóst mál það þýður ekki einu sinni að reyna
að ætla að temja sér þeirra siði
það er allt í lagi þetta er bara smekksatriði.
[af plötunni Bubbi og Megas – Bláir draumar]