Komdu [2]

Komdu
(Lag / texti: Þorvaldur Halldórsson / Ómar Ragnarsson)

Komdu með, kæra vina,
komdu, líttu ekki á hina.
Komdu til mín, komdu til mín nú.
Komdu, ég skal kjökrið sefa.
Komdu, ég skal fyrirgefa.
Komdu því að hver er betri en þú.

Fagna og vertu fljót að gleyma.
Í faðmi mínum áttu heima.
Og eilíf verður ást mín, von og trú.
Komdu með mér kæra vina,
komdu og líttu ekki á hina.
Komdu til mín, komdu til mín nú.

[m.a. á plötunni Hljómsveit Ingimars Eydal, Þorvaldur, Helena og Vilhjálmur – [ep]]