Pabbi komdu heim um jólin

Pabbi, komdu heim um jólin
(Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ó, pabbi komdu heim um jólin,
lagið sendir litla stúlkan þín.
Ó, pabbi komdu heim um jólin,
sigldu beina leið til mömmu og mín.
Þú ert alltaf úti á sjó að vinna,
ég og mamma kaupum jólagjöf.
Viltu ekki vinna aðeins minna?
Ég vildi svo þú gætir verið með.

Ó, pabbi komdu heim um jólin,
komdu heim, æ góði gleymdu ei mér.
Ó, pabbi komdu heim um jólin,
mamma sendir kæra kveðju þér.
Ég skal aðeins biðja um þetta eina,
ekki nýja skó og jólakjól.
Og ég vil að þú vitir hvað ég meina,
vertu kominn heim um þessi jól.

Ó, pabbi komdu heim um jólin,
komdu heim, já góði gleymdu ei mér.
Ó, pabbi komdu heim um jólin,
mamma sendir kæra kveðju þér.

[m.a. á plötunni 100 íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna – ýmsir]