Palli var einn í heiminum

Palli var einn í heiminum
(Lag / texti: höfundur ókunnur)

Ég þekki lítinn labbakút
sem langaði til að stelast út.
Á litlu tánum læddist einn
og langaði ekki að vekja neinn.
Ha ha ha trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér.
Ha ha ha trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér.

Út á götu æddi hann
og ekki nokkurn þar hann fann.
Suður í búð hann síðan gekk
og súkkulaðimola fékk.
Ha ha ha trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér.
Ha ha ha trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér.

[m.a. á plötunni Sönglögin í leikskólanum 2 – ýmsir]