Sagan öll

Sagan öll
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Valur Freyr Halldórsson)

Komdu, ég þarf að sýna þér soldið.
Komdu og sjáðu hér hvað ég er með.
Bátinn sem afi minn gaf mér og þér já, bátinn, hann er cool.
Sem guttar vorum í stríðsleikjum með Star Wars köllum og sverð.
Okkur dreymdi um að verða hasarhetjur og leggja upp í ferð
að berjast við tvo dreka eða finna bara eitt tröll.
Murka úr því lífið já þá yrði sagan öll.

En árin liðu og þú fluttir burt.
Ég var einn, mér hundleiddist einum hér.
Í skátana ég gekk og allt gekk rosa vel,
varð kapteinn yfir sjálfum mér.
Þú trúir aldrei hvað ég var orðinn ógeðslega klár,
með risagráðu‘ í ratleikjum með allt saman upp á hár,
sá um að selja smákökur og ganga hús í hús.
Mamma var svo stolt af mér en pabbi ferlega súr.

Mér fannst ég hetja að hjálpa og hvetja
og draga bíla upp sköflum, bjarga köttum niður‘ úr tré.
Mér fannst ég hetja, já ég var sko hetja
en pabbi vildi ekki þekkja mig og afneitaði mér.

Að vera vinsæll og geta ekkert gert að því,
að vera gríðarlega töff.
Já að vera vinsæll það er bæði kúl og röff,
já trúðu mér, já það er töff.

Svo birtist óvænt heim í dyragættinni hjá mér
með hring í nefinu, saugstu reyk og sögur sagðir af þér.
Ég var svo ferlega feginn að fá að sjá þig upp á nýtt,
bauð þér bunu á zodiac, þú bauðst mér í nefið hvítt.

Við vorum hetjur, tvær gamlar hetjur
og réðum yfir hafinu á bátnum okkar Gústa gúmmara.
Já, við vorum hetjur, algjörar hetjur,
báðir sugum blys af áfergju og sungum hástöfum…

Að vera vinsæll og geta ekkert gert að því,
að vera gríðarlega töff.
Já að vera vinsæll það er bæði kúl og röff,
já trúðu mér, já það er töff.

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]