Himnana

Himnana
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Mig langar að komast upp í loftið.
Mig langar að fljúga,
svífa‘ um með skrýtnu fuglunum.
Mig langar að fljúga.

Ég sit og stari á flugvélarnar.
Mig langar að fljúga
um loftin frjáls og áhyggjulaus.
Mig langar að fljúga.

Ég vona að ég læri að fljúga í dag
svo ég fari að komast til himnanna.
Ég vona að ég læri að fljúga í dag.
Ég verð að komast til himnanna.

Ég ætla að vera‘ þarna uppi í kvöld.
Ég ætla að fljúga,
ég vona að verði heiðskírt í kvöld.
Ég ætla að fljúga.

Ég vona að ég læri að fljúga í dag
svo ég fari að komast til himnanna.
Ég vona að ég læri að fljúga í dag,
ég verð að komast til himnanna.

Nananananananananana…
 
[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]