Vagga vagga

Vagga vagga
(Lag / texti: Þorsteinn Einarsson / Einar Georg Einarsson)

Vagga vagga.
Vagga mér í nótt.
Vagga vagga.
Vektu nýjan þótt
þú kannt að sefa sorgir.
Sofnar borgin vært og rótt.

Rugga rugga.
Rugga mér í blund.
Rugga rugga.
Rökkrið felur sund.
Þín hönd er góð og gjöful,
gleður hressir særða lund.

Vagga vagga.
Vaktu yfir mér.
Vagga vagga.
Vertu alltaf hér.
Þú kannt að kynda elda,
kyrrlát nóttin fögur er.

[af plötunni Hjálmar – Ferðasót]