Sveskjuhaus

Sveskjuhaus
(Lag og texti: Sumarliði Helgason)
 
Ég er orðinn leiður á því að allir, að allir kalli mig hálfvita.
Ég er orðinn leiður á því að allir, að allir kalli mig heimskingja.
Ég er orðinn leiður á því að allir, að allir kalli mig sveskjuhaus.
Ég er orðinn leiður á því að allir, að allir kalli mig fávita.

Því ég er ekkert verri en þið,
ég ólst bara upp af gömlum góðum sið.
Ég veit bara ekki hvað það er sem…
gerir mig að sveskjuhaus.
Þetta líf ég ekki kaus.
Merkilegt hvað allt er laust
við kærleik og hamingju í dag.

Ég er orðinn andskoti leiður á því að mamma kalli mig hálfvita.
Ég er orðinn andskoti leiður á því að pabbi taki undir það.
Ég er orðinn helvíti leiður á því að allir kalli mig sveskjuhaus.
Ég er orðinn helvíti leiður á því að allir kalli mig fávita.

Því ég er ekkert verri en þið,
ég ólst bara upp af gömlum góðum sið.
Ég veit bara ekki hvað það er sem…
gerir mig að sveskjuhaus.
Þetta líf ég ekki kaus.
Merkilegt hvað allt er laust
við kærleik og hamingju í dag.
X2

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]