Ríki konunganna

Ríki konunganna
(Lag / texti: Stefán Hjörleifsson / Björn Jr. Friðbjörnsson og Daníel Á. Haraldsson)

Kórónan hlaðin gimsteinum,
kristöllum framandi.
Gullmolar geðjast klæðunum,
glitrandi og aðlaðandi.

Konungsríkið fallið er að vorum fimm fótum,
landamærin borist út á ballarhaf.
Af hólmi flúnir andstæðingar beittum beittir spjótum,
í dýflissunni dúsa þeir sem lifðu af.

Dáir oss undirgefin drótt,
dreymir um konungskoss.
Hirðfíflin dansa hlæjandi,
við hásætið liggja fögur hnoss.

Arthúr konungur, Ívar hljújárn,
Prins Valíant, Friðrik IX,
Vetur konungur.

Konungsríkið fallið er að vorum fimm fótum,
landamærin borist út á ballarhaf.
Af hólmi flúnir andstæðingar beittum beittir spjótum,
í dýflissunni dúsa þeir sem lifðu af.

[af plötunni Nýdönsk – Deluxe]