Pálína

Pálína
(Lag / texti: sænskt þjóðlag / Gunnar Ásgeirsson og Sveinn Björnsson)

Það var einu sinni kerling og hún hét Pálína,
Pálína-na-na, Pála-Pála-Pálína.
Það eina sem hún átti var saumamaskína,
maskína-na-na, sauma-saumamaskína.

Og kerlingin var lofuð og hann hét Jósafat,
Jósafat-fat-fat, Jósa-Jósa-Jósafat.
Og hann var voða heimskur en hún var apparat,
apparat-rat-rat, appa-appa-apparat.

Og karlinn átti kútter og hann hét Gamli Lars,
Gamli-Lars-Lars-Lars, Gamli-Gamli-Gamli-Lars.
Hann erfði hann frá mútter en hún var voða skass,
voða skass-skass-skass, voða-voða-voða-skass.

Svo sigldu þau á blússi út á hið himinbláa haf,
bláa haf-haf-haf, himin-himinbláa haf.
Svo rákust þau á blindsker og allt ætlaði í kaf,
allt í kaf-kaf-kaf, allt á bóla-bólakaf.

Og Jósafat hann æpti, við höfum okkur fest,
höfum fest-fest-fest, höfum-höfum okkur fest.
Ég held ég verði að kasta minni balla-balla-lest,
balla-lest-lest-lest, balla-balla-balla-lest.

Það fyrsta sem hann kastaði var saumamaskína,
maskína-na-na, sauma-saumamaskína.
Á eftir fór í hafið hans kæra Pálína,
Pálína-na-na, Pála-Pála-Pálína.

Nú situr hann og syrgir sína kæru Pálínu,
Pálínu-nu-nu, kæru-kæru Pálínu.
sem situr niðri á hafsbotni með saumamaskínu,
maskínu-nu-nu, sauma-saumamaskínu.

[m.a. á plötunni Savanna tríóið – Þjóðlög og gamanvísur]