Ríðum heim til Hóla

Ríðum heim til Hóla
(Lag / texti: erlent lag / Guðmundur Guðmundsson)

Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.

Ríðum heim að Ási.
Ef við höfum hraðann á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum heim að Ási.

Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af,
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.

[m.a. á plötunni Stóru börnin 2: Hókus pókus – ýmsir]