Prestsvísur

Prestsvísur
(Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa)

Það er kominn gestur, segir prestur.
Það er kominn gestur, segir prestur.
Taktu’ann á bakið og berð’ann inn,
segir prestsins kona.
Takt’ann á bakið og berðu’ann inn,
segir prestsins kona.

Hvar á hann að sitja? segir prestur.
Hvar á hann að sitja? segir prestur.
Í einum stól við hliðina á mér,
segir prestsins kona.
Í einum stól við hliðina á mér,
segir prestsins kona.

Hvar á ég að sitja? segir prestur.
Hvar á ég að sitja? segir prestur.
Undir borði í einum kút,
segir prestsins kona.
Undir borði í einum kút,
segir prestsins kona.

Hvað fær hann að borða? segir prestur.
Hvað fær hann að borða? segir prestur.
Hann fær súpu og steik, súpu og steik,
segir prestsins kona.
Hann fær hamborgara og franskar kartöflur,
segir prestsins kona.

Hvað fæ ég að borða? segir prestur.
Hvað fæ ég að borða? segir prestur.
Roð og bein, roð og bein,
segir prestsins kona.
Roð og bein, roð og bein,
segir prestsins kona.

Hvar á hann að sofa? segir prestur.
Hvar á hann að sofa? segir prestur.
Í einni sæng við síðuna á mér,
segir prestsins kona.
Í einni sæng við síðuna á mér,
segir prestsins kona.

Hvar á ég að sofa? segir prestur.
Hvar á ég að sofa? segir prestur.
Úti í hlöðu, góurinn minn,
segir prestsins kona.
Úti í hlöðu, góurinn minn,
segir prestsins kona.

Lýsnar og flærnar bíta mig, segir prestur.
Lýsnar og flærnar bíta mig, segir prestur.
Bíttu þær aftur góurinn minn,
segir prestsins kona.
Bíttu þær aftur góurinn minn,
að lokum segir prestsins kona.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Sittlítið af hvurju]