Blikandi stjörnur

Blikandi stjörnur
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)

Blikandi stjörnur,
þið boðið mér frið.
Hátt skínið á himni
og hér skínum við.
Blikandi stjörnur,
ég býð góðan dag
og ég vil eigna ykkur
árla’ að morgni lítið lag.

Gliri glúbb glúpí nibbi nabbi núpí la lala ló ló.
Sapa sibbi sapa núpí abba napa lílí lóló.
Túbí úbí valla núbí abba napa,
syngjum okkar litla lag.

Það látlausa lag,
leikandi létt,
hið ljúfasta lag.
Indælis lag,
örlítið lag,
auðsungið lag.

Lítið lag – lagið lít,
la la la lí lí lí lítið lag.
La la la lí lí lí lítið lag.

[m.a. á plötunni Hárið – úr söngleik]