Hárlokkurinn

Hárlokkurinn
(Lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson)

Allt er hljótt nema hafið sem gnauðar,
og í húmi ég stjörnurnar spyr,
hvort hún sjái’ ekki fley þitt á sævi
sigla heimleiðis óskljúfan byr.

Því ég veit að þú kemur, minn vinur,
og ég veit hvað sem ber þig um höf,
berð þú lokk mér úr hári við hjarta,
mína heitvígðu skilnaðargjöf.

Og ég veit að sú stjarna er við völdum
stöðugt vakir og skín okkur tveim.
Að hún lýsir þér leiðir um höfin,
að hún lýsir þér stefnuna heim.
&nbsp
Hverja nótt er þú heim til mín hugsar,
og minn hárlokk ber dapur að vör,
bið ég stjörnuna að vaka og vernda,
þig minn vinur, uns heim snýrð úr för.

[m.a. á plötunni Erla Þorsteinsdóttir – Stúlkan með lævirkjaröddina]