Kvöld við Keflavík

Kvöld við Keflavík
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ómar Ragnarsson)

Hljóðlátt kvöld við Keflavík,
kinnar þínar sæll ég strýk.
Meyjarbarmur hægt og hljótt,
hann hefst og hnígur þýtt og rótt.

Þaralykt sem blærinn ber
blandast ilmi af hári þér.
Báran gjálfrar hægt og hljótt.
Hún hefst og hnígur þýtt og rótt bjarta nótt.

Uppi á berginu bláa
bindum við eilífðarheit.
Horfum á jökulinn háa
og hann einn um ást okkar veit.

Hljóðlátt kvöld við Keflavík,
kinnar þínar sæll ég strýk.
Meyjarbarmur hægt og hljótt,
hann hefst og hnígur þýtt og rótt, bjarta nótt.

[m.a. á plötunni Svona var það 1965 – ýmsir]