Luktar-Gvendur

Luktar-Gvendur
(Lag / texti: erlent lag / Eiríkur K. Eiríksson)

Hann veitti birtu á báðar hendur
um bæinn sérhvert kvöld,
hann Luktar-Gvendur
á liðinni öld.

Af gráum hærum glöggt var kenndur
við glampa af ljósa fjöld,
hann Luktar-Gvendur
á liðinni öld.

Hann heyrðist ganga hægt og hljótt
um hverja götu fram á nótt,
hann hjartasárin huldi bros á brá.

Ef ungan svein og yngismey
hann alein sá, hann kveikti ei
en eftirlét þeim rökkurskuggann blá.

Í endurminning æskutíð
hann aftur leit, er ástmey blíð,
hann örmum vafði fast, svo ung og smá.

Hann veitti birtu á báðar hendur
um bæinn sérhvert kvöld,
hann Luktar-Gvendur
á liðinni öld.

[m.a. á plötunni Björk & Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling gló]