Lýður

Lýður
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Friðrik Sturluson)

Þetta líf manns er leit að engu.
Að lokum enda allir alveg eins,
sama hvert eða hvort þeir gengu.
Og hvað, var ferðin ekki þá til neins?
Og er það furða þó við týnum áttum?

En Lýður er hér,
þig leiðir um eyðisand.
Og lýðurinn fer
uns lítur hann gróið land.
Hann biður um frið,
en brögð geta átt sér stað.
Þreytt almúgalið
svo auðtrúa kaupir það;
að bíði okkar sæluvist í algleymi
og það sé fyrir öllu´að líða vel.

Það er eitt sem er alveg öruggt:
að upp mun alltaf renna dagur nýr…
Annars nei, það er ekkert öruggt.
Það eru einu skilaboðin skýr.
Og er það furða þó við fórnum höndum?

En Lýður er hér,
þig leiðir um eyðisand.
Og lýðurinn fer
uns lítur hann gróið land.
Hann biður um frið,
en brögð geta átt sér stað.
Þreytt almúgalið
svo auðtrúa kaupir það;
að bíði okkar sæluvist í algleymi
og það sé fyrir öllu´að líða vel.

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]