Reykjavík

Reykjavík
(Lag / texti: Herdís Pétursdóttir / Jenni Jóns)

Í Reykjavík, í Reykjavík
þar er svo gott að eiga heim
og þar vil ég lifa og dreyma.
Í Reykjavík, í Reykjavík.

Hér áður fyrr var ósköp fátt í bænum,
örfá hús úr timbri hátt með ris.
Menn fóru á sjó á sínum litlu kænum.
Samt var lífið fjörugt, aldeilis.

Á Öskjuhlíðinni var oftast stefnumótin,
ef ungur halur vildi hitta sprund.
Og æskan var svo ljúf og létt á fótinn
og lifði marga yndislega stund.

viðlag

Ó, hvað það er friðsælt út við sundin,
Esjan drottning fegurðar að lit.
Viðey skrúðgræn, bláum sævi bundin.
Bjart um allt við fagurt sólarglit.

Nú til dag er allt á ferð og flugi.
Fríðar hallir rísa, vegleg torg.
Alltaf eitthvað nýtt á efsta baugi
í okkar kæru, fögru höfuðborg.

viðlag

Endurminning ungdómsára minna,
er svo kær og mér í hjarta rík.
Hvað það er sælt að mega frið þinn finna,
þú fagra yndislega Reykjavík.

Viðlag

[óútgefið]