Skyttan

Skyttan
(Lag / texti: Bubbi Morthens)

Eins og næfurþunnt, svart silki
skríður nóttin til mín inn.
Að njóta hennar er ekki mögulegt,
allavega ekki fyrst um sinn.
Föl sem genginn dagur,
fellur hún á skuggann minn,
hvíslar; Fegurstur allra er feigur maður
sem fela kann ótta sinn.

viðlag
Ég er ekki viss um hvað skal varast,
það vefst allt fyrir mér.
Hvort nojan sé falið flassbakk
sem fær að dafna hér.
Hún læðist og læsir klónum,
leitar í heiminn og sér
allt það ljóta sem löngum var hulið
lengst inni í huga mér.

Dagarnir fæðast andvaka,
dauft er í Reykjavík.
Þú dansar einn í tóminu
og vaknar liðið lík.
Það syngur í höfði mér bergmál
og svo kemur þessi bið.
Að sefa hjartað á slíkri stund
er ekki mín sterka hlið.

Þú veist það vel að dauðinn
er fyrir Drottni bara heví rómantík.
Og draumarnir hans Gabríels
eru aðeins slímug frík.
Þó ástandið sé vitað,
þá vantar mig öruggan stað.
Vertu mér góð og staldraðu við
því það er eitthvað að.

viðlag

[m.a. á plötunni Skyttan – úr kvikmynd]