Skvetta, falla, hossa og hrista

Skvetta, falla, hossa og hrista
(Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson)

viðlag
Þær syngja
skvetta, falla, hossa og hrista,
skvetta, falla, hossa og hrista,
skvetta, falla, hossa og hrista,
hrista stög og borð.

Út úr höfninni bylgjan ber
með sér bátinn sem er undir fótum mér
og hann vaggar vært og rótt,
hann mun vagga mér í nótt,
og við síður gutlar sjór
bylgja sérhver smá og stór,
syngur alveg í einum kór.

viðlag

Út á hafið er haldið brátt
þó að hafið það sé hvorki slétt né blátt,
út úr augum ekki sér
því að óðum dimma fer,
allt í kring er saltur sjór,
bylgja sérhver smá og stór,
syngur alveg í einum kór.

Þær syngja
láta marra, hvessa, hvissa,
hvæsa, urra, messann kyssa.

viðlag

Þó að tómleiki magnist minn,
ég er messinn hér um borð í fyrsta sinn.
Ég skal standa af mér allt,
þó að andi móti kalt,
þó að rjúki saltur sjór,
bylgja sérhver smá og stór,
syngi alveg í einum kór.

Þær syngja
láta marra, hvessa, hvissa
hvæsa, urra, messann kyssa.

viðlag

[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Heyr mitt ljúfasta lag]