Allt í fönk

Allt í fönk
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Gefðu mér pínulítið meira svæði.
Gefðu mér ofurlítið betra næði.
Ég er að tala um einhvers konar önnur gæði.
Gefðu mér smávegis meira svæði.

Hvernig væri að…
…flýja í kvöld á Fiatnum
og finna nýjan næturstað?
Hrista vel úr klaufunum.
Já, komast burt!

Gefðu mér einhvern tíma tækifæri.
Gefðu mér aukið rými – þó nú væri.
Ég er að tala um einhvers konar landamæri.
Gefðu mér í það minnsta tækifæri.

Ég ætti kannski að…
…fara út og fá mér einn
og finna nýja farvegi.
Sofna svo eins og steinn
út við sundin blá.

Ég fer í kvöld og kanna mið
á Karaoke-börunum.
Og skreiðist heim um sex-leytið
með skottið milli fóta mér.

…Hvernig væri að flýja, flýja, flýja burt?

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Sól um nótt]