Reykjavík [3]

Reykjavík
(Lag og texti: Rögnvaldur Rögnvaldsson)

Hann rignir í Reykjavík
þó veðurspáin væri engu lík.
Glampandi sól og hitastigin há
en þetta var nú bara veðurspá.
Svo hann rignir enn á fullum krafti í Reykjavík.

Það er myrkur í Reykjavík,
í miðbænum hlaðast upp lík.
Kókaín, spítt og alls konar dóp
en enginn heyrir fíkilsins neyðaróp
því myrkrið er svo helvíti þykkt í Reykjavík.

Djammið í Reykjavík,
Geðsjúklingar og frík
og ef þér þykir vænt um þitt auma líf
skaltu hafa með þér stóran og beittan hníf
því djammið er upp á líf og dauða í Reykjavík.

Dópsala í Reykjavík
er víst engu lík,
þar er leiðin til glötunar helvíti breið
og engin merki um bakaleið.
Það er allt á leiðinni til andskotans í Reykjavík.

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]