Sumar í Reykjavík
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason)
Það er sumar og bjart yfir bænum
og blíðan er hreint engu lík,
sporvagninn silast út Suðurgötuna,
það er sumar í Reykjavík,
sumar í Reykjavík.
Og öll litlu indversku börnin
sem áttu´ enga skjólgóða flík,
geta nú sippað á sokkaleistunum,
það er sumar í Reykjavík.
Og kallinn með lírukassann
kallar á apann sinn,
upp í Landakot flýgur með björg í bú
blessaður storkurinn.
Við Iðnó er léttvopnuð lögga
með labradordópleitartík,
það var eitthvert vesen í Kínahverfinu
í Kvosinni í Reykjavík.
Það er sumar í Reykjavík,
sumar í Reykjavík…
[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]