Spilaðu lag fyrir mig

Spilaðu lag fyrir mig
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)

Hún böðlast um með brennivín í flösku
og bland og eitthvað meira‘ í einni hálfri.
Sígarettan orðin er að ösku
en ennþá er hún samt með sér sjálfri.
Hún horfir í augun á mér og segir:
Spilaðu lag fyrir mig – spilaðu lag fyrir mig,
spilaðu lag fyrir mig – mig eina.

Vinur hennar ættaður að vestan,
hann vafrar um og búinn‘ að týna sinni.
Sveipaður í ytrabyrði sést hann
sveima um í leit að gæruskinni.
Hann horfir í augun á mér og segir:
Spilaðu lag fyrir mig – spilaðu lag fyrir mig,
spilaðu lag fyrir mig – mig einan.

Allt í einu sér hann hana eina
og um leið hún augun í hann rekur.
Augun kunna ekki neinu að leyna
en eyrun heimta sitt allt hvað af tekur.
Þau horfa í augun á mér og segja:
Spilaðu lag fyrir mig – spilaðu lag fyrir mig,
spilaðu lag fyrir mig.
Spilaðu lag fyrir mig – spilaðu lag fyrir mig,
spilaðu lag fyrir mig.

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]