Berum út dívanana

Berum út dívanana
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason, Egill Ólafsson og Jakob F. Magnússon)

Það er þokkalegt veður og vindurinn blæs út á haf,
vonandi hangir hann þurr eitthvað fram yfir helgi.
En ef hann skyldi nú rigna og allt myndi færa á kaf,
þá eigum við sjóstakka, sundföt og reknetabelgi.

Nú ríður á að rífa sig
rakleiðis framúr í fötin og beint inn í dal.
Berum út dívanana,
berjum í brestina, tjöldum og tökum svo lagið.
Berum út dívanana,
kommóðu, sængurföt, ísbox og föðurlandið.

Allt virðist klappað og klárt og heimamenn hópast nú að,
hústjöldin brosa við eigendum sínum á melgrasflötinni.
Ekkert verður til trafala ef allir eru sammála um það
að æsa sig hvorki‘ út af kulda né trekki eða danshljómsveitinni.

Berum út dívanana,
berjum í brestina, tjöldum og tökum svo lagið (tra la la la la lala).
Berum út dívanana,
hermannafermingarbeddum við reddum,
dívan með gormum og tekklöppum nöppum,
berum út dívananana, dívanananana.
Dívananana, dívanananana.
Dívananana, dívanananana.

Nú ríður á að rífa sig
rakleiðis framúr í fötin og beint inn í dal.
Berum út dívanana,
berjum í brestina, tjöldum og tökum svo lagið.
Berum út dívanana,
kommóðu, sængurföt, ísbox og föðurlandið.
Berum út dívanana,
hermannafermingarbeddum við reddum,
dívan með gormum og tekklöppum nöppum,
berum út dívananana, dívanananana.
Dívananana, dívanananana.
Dívananana, dívanananana.

[m.a. á plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]