Kolbeinsvaka

Kolbeinsvaka
(Lag / texti: Stuðmenn)

Þetta‘ er að koma, það líður að því,
þeir eru‘ að ganga frá rafmagninu.
Þetta‘ er að koma, það líður að því,
þeir eru‘ að ganga frá rafmagninu.

Skrúfum fyrir ofnana, drögum fyrir gluggana,
hreinsum út úr frystinum og leggjum í súr.
Rúllum upp teppunum, tökum niður málverkin,
saumum fyrir keppina og leggjum í súr
því það er hátíð,
já það er Kolbeinsvaka,
já, það er hátíð.

Rúllum upp teppunum, tökum niður málverkin,
saumum fyrir keppina og leggjum í súr.
Þæfum rekkjuvoðirnar, stögum svo í leistana,
berjum lúðuriklinginn og leggjum í súr.

Því það er hátíð,
já það er Kolbeinsvaka,
já, það er hátíð.

Skrúfum fyrir ofnana, drögum fyrir gluggana,
hreinsum út úr frystinum og leggjum í súr.
Rúllum upp teppunum, tökum niður málverkin,
saumum fyrir keppina og leggjum í súr
því það er hátíð,
já það er Kolbeinsvaka,
já, það er hátíð.
 
[af plötunni Stuðmenn – Hve glöð er vor æska]