Í nótt

Í nótt
(Lag / texti: Sigurður Bjóla)

Einhver kemur, segir halló,
vindurinn þýtur um stræti og torg,
allir kúgast af lífinu
og öllu því í nótt, í nótt.
Heima er best, finnst vegvilltum
á blindum flótta undan sjálfum sér,
ljósin blikka í frostinu
í nótt, í nótt, í nótt.
Í nótt, í nótt, í nótt.

Viltu hærra? Viltu stærra – líf?

Ég lifi á jörðinni, undir sólinni, án þín,
á litlum bletti undir Esjunni án þín,
hjartað hamast undir húðinni án þín í nótt.

Sóló

Viltu hærra? Viltu stærra – líf?

Ég hef beðið á planinu,
ljósgrænum lit er dreift um allt,
lygni aftur augunum
í nótt, í nótt, í nótt.

Viltu hærra? Viltu stærra?
Viltu hærra? Viltu stærra – líf?
Viltu hærra? Viltu stærra?
Viltu hærra? Viltu stærra – líf?

[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]