Hristum holdið

Hristum holdið
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson)

Lífið gæti verið verra
og vitlausara en það er,
mér þykir það samt einna þokkalegast
þegar þú er stödd hjá mér,
þegar þú ert stödd hjá mér.

Það er engin leið að mér leiðist
þegar leiðir okkar mynda kross,
natin þú iljar mínar nuddar og þæfir
og rekur mér svo rembingskoss,
rekur mér svo rembingskoss.

Hristum holdið, fram og svo til baka,
hristum holdið, af nógu er að taka,
hristum holdið, látum slátrið dingla,
hristum holdið og hafragrautinn hringla.

Sumir kála allri kæti
hvar sem þeir fara og sjást,
en við tölum aldrei illa um neinn
nema af alúð, nærfærni og ást.
Nema af alúð, nærfærni og ást.

Þú berð sem gull af flestum fljóðum
svona ferlega lekkert og kjekk,
þú er gangandi sönnun á því að ég er með
einstakan, einfaldan smekk.
Ég er með einstakan, einfaldan smekk.

Hristum holdið, fram og svo til baka,
hristum holdið, af nógu er að taka,
hristum holdið, látum slátrið dingla,
hristum holdið og hafragrautinn hringla.

Sóló

Hristum holdið,
hristum holdið,
hristum holdið,
hristum holdið,
hristum holdið,
hristum holdið.

Hristum holdið, fram og svo til baka,
hristum holdið, af nógu er að taka,
hristum holdið, látum slátrið dingla,
hristum holdið og hafragrautinn hringla.

 [af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]