Sokkurinn

Sokkurinn
(Lag / texti: erlent lag / Sumarliði Helgason)

Í litlum kofa hjá bænum
bjó maður sem týnt hafði sokk
með Adidas röndum að ofan
og tágati fallegu nokk.

Hann leitaði úti sem inni
jafnt vetur sem sumar og haust
en gleymdi að leita á vorin
svo þetta var árangurslaust.

Úrkula vonar hann hringdi
í prest sem að sérhæfði sig
í bænum um glataða hluti
og skilnuðum af gömlum sið.

Er presturinn hóf upp röst sína
kom sokkurinn ekki í ljós
en eldgömul skófla og hrífa
skutu upp kollinum utan við fjós.

Hann kallaði‘ á samsveitungana
sem allir réttu hjálparhönd,
einn taldi sig sjá þarna sokkinn
en það var þá bara stokkönd.

Hvert rjúkandi ráðið var fokið
um veður og vind þennan dag.
Karlgreyinu var þá lokið,
þetta virtist ei komast í lag.

Og haustið ´69
var karlgreyið grafinn í mold
með sokkinn sinn eina á fæti
en hinn var þá vafinn í fold.

Og konan hans grét þar við leiðið
og sokkinn hún reif þar á loft,
hún vissi‘ um hann helvítið arna,
undir rúminu eins og svo oft.

[af plötunni Hvanndalsbræður – Knúsumstumstund]