Ljósið loftið fyllir

Ljósið loftið fyllir
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason)

Ljósið loftið fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.

Dagarnir lengjast
og dimman flýr í sjó.
Bráðum syngur lóan
í brekkum og mó.

Í túnið renna lambær
með lömbin sín smá,
bíldótt og blettótt,
botnótt og grá.

Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.

[m.a. á plötunni Ljósið loftin fyllir – ýmsir]