Flow (1995-97)
Hljómsveitin Flow frá Akureyri starfaði um tveggja ára skeið en var í raun hlekkur í sveit sem starfaði undir nokkrum nöfnum. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Border og tók þátt í Músíktilraunum vorið 1995 undir því nafni, sveitin var þá skipuð þeim Karli Henrý Hákonarsyni söngvara og bassaleikara, Friðriki Flosasyni gítarleikara, Inga Þór Tryggvasyni…