Leiksystur (1952-59)

Leiksystur

Saga sönghópsins Leiksystra er að mestu hulin og litlar upplýsingar að finna í fjölmiðlum fyrri ára.

Fyrstu heimildir um Leiksystur er að finna frá 1952, þá munu þær hafa verið ungar stúlkur sex talsins sem sungu nýjustu dægurlögin og léku á gítara, en þær voru frá Húsavík og nágrenni.

1955 virðast þær einungis vera þrjár og hafa sungið víða um land, m.a. með hljómsveitum Svavars Gests, Skapta Ólafssonar, Óskars Guðmundssonar og Magnúsar Ingimarssonar. Á því vori (1955) fækkaði þeim enn og voru tvær eftir það, Þuríður Jónsdótir (Didda Jóns) var önnur þeirra en líklega var Ragnheiður Jónsdóttir systir hennar hin en þær voru þá fluttar suður til Reykjavíkur, Gyða Bárðardóttir (1930-2008) mun hafa verið ein Leiksystra á einhverjum tímapunkti.

Leiksystur voru að, að minnsta kosti til 1959 en þær voru samt sem áður einnig auglýstar á skemmtun á Akureyri 1968, ekki liggur fyrir hverjar skipuðu hópinn þá eða hvort e.t.v. var um allt aðrar Leiksystur að ræða.