Leiksystur (1952-59)

Leiksystur 1957

Leiksystur 1957

Saga sönghópsins Leiksystra er að mestu hulin og litlar upplýsingar að finna í fjölmiðlum fyrri ára.

Fyrstu heimildir um Leiksystur er að finna frá 1952, þá munu þær hafa verið ungar stúlkur sex talsins sem sungu nýjustu dægurlögin og léku á gítara, að öllum líkindum frá Akureyri eða Húsavík.

1955 virðast þær einungis vera þrjár og hafa sungið víða um land, m.a. með hljómsveitum Svavars Gests, Skafta Ólafssonar, Óskars Guðmundssonar og Magnúsar Ingimarssonar. Á því vori (1955) fækkar þeim enn og eru tvær eftir það, Didda Jónsdótir er önnur þeirra en ekki er ljóst hver hin var, þó mun Gyða Bárðardóttir (1930-2008) hafa verið ein Leiksystra á einhverjum tímapunkti.

Leiksystur voru að, að minnsta kosti til 1959 en þær voru samt sem áður einnig auglýstar á skemmtun á Akureyri 1968. Það gæti þó hafa verið einangrað tilvik.