Dansband EB (1991-92)

Dansband EB

Dansband EB (Danshljómsveit Einars Bárðarsonar) var ballhljómsveit kennd við Einar Bárðarson (síðar umboðs- og athafnamann), sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1991-92.

Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Sævar Þór Helgason gítarleikari (sem áttu eftir að gera garðinn frægan með Á móti sól), bassaleikarinn Björn Sigurðsson (Karma, Rask o.fl.), og trommuleikarinn Stefán Hólmgeirsson (Tommi rótari o.fl.).

Sveitin gerði einkum út á sveitaböll, árshátíðir og þess konar samkomur.