
Dansband Eimskipa
Litlar upplýsingar finnast um Dansband Eimskipa en það mun hafa verið starfandi fyrir eða um 1930.
Dansbandi Eimskipa mun hafa verið stjórnað af Karli O. Runólfssyni fiðlu- og trompetleikara en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Auðbjörn Emilsson [?], Björn Marinó Björnsson [?], Eggert Jóhannesson trompetleikari, Aage Lorange píanóleikari og Björn Jónsson saxófónleikari.
Ekki er ljóst með hvaða hætti nafn Eimskipa kemur við sögu sveitarinnar, hvort sveitin lék á samkomum tengdum fyrirtækinu eða jafnvel í skipum þess, þá hugsanlega Gullfossi.