Dansband Eimskipa (um 1930)

Dansband Eimskipa

Dansband Eimskipa

Litlar upplýsingar finnast um Dansband Eimskipa en það mun hafa verið starfandi fyrir eða um 1930.

Dansbandi Eimskipa mun hafa verið stjórnað af Karli O. Runólfssyni fiðlu- og trompetleikara en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Auðbjörn Emilsson [?], Björn Marinó Björnsson [?], Eggert Jóhannesson trompetleikari, Aage Lorange píanóleikari og Björn Jónsson saxófónleikari.

Ekki er ljóst með hvaða hætti nafn Eimskipa kemur við sögu sveitarinnar, hvort sveitin lék á samkomum tengdum fyrirtækinu eða jafnvel í skipum þess, þá hugsanlega Gullfossi.