Dansband Eimskipa (um 1930)

Litlar upplýsingar finnast um Dansband Eimskipa en það mun hafa verið starfandi fyrir eða um 1930. Dansbandi Eimskipa mun hafa verið stjórnað af Karli O. Runólfssyni fiðlu- og trompetleikara en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Auðbjörn Emilsson [?], Björn Marinó Björnsson [?], Eggert Jóhannesson trompetleikari, Aage Lorange píanóleikari og Björn Jónsson saxófónleikari. Ekki er ljóst með…

Jazzband Reykjavíkur [1] (1923-24 / 1928-34)

Jazzband Reykjavíkur hefur af mörgum verið talið fyrsta íslenska djassbandið en í raun var ekki um djasssveit að ræða heldur danshljómsveit. Nokkuð er á reiki hvenær sveitin var stofnuð, hið rétta er líklega að sveitin hafi verið stofnuð 1928 en nokkrum árum áður (1923-24) hafði verið starfandi sveit undir sama nafni og að einhverju leyti…