Jazzband Reykjavíkur [1] (1923-24 / 1928-34)

Jazzband Reykjavíkur1

Jazzband Reykjavíkur

Jazzband Reykjavíkur hefur af mörgum verið talið fyrsta íslenska djassbandið en í raun var ekki um djasssveit að ræða heldur danshljómsveit.

Nokkuð er á reiki hvenær sveitin var stofnuð, hið rétta er líklega að sveitin hafi verið stofnuð 1928 en nokkrum árum áður (1923-24) hafði verið starfandi sveit undir sama nafni og að einhverju leyti með sömu meðlimum. Sú sveit starfaði aðeins í stuttan tíma.

Sú sveit sem hér um ræðir var hins vegar stofnuð 1928 sem fyrr segir og var fjölþjóðleg, fjöldi meðlima var eitthvað misjafn og munu þeir hafa verið flestir níu talsins en þekktir meðlimir sveitarinnar eru þeir Aage Lorange píanóleikari, [?] Fredriksen túbuleikari, Eggert Jóhannesson trompetleikari, Holger Nielsen fiðluleikari, Ingólfur Einarsson saxófónleikari, Björn Jónsson klarinettu- og saxófónleikari og Axel Wolf trommuleikari.

Jazzband Reykjavíkur lék einkum á skemmtistöðum bæjarins en einnig eitthvað undir sýningum á þöglum kvikmyndum bíóhúsanna. Hún mun hafa hætt störfum 1934.