Jazzblaðið [fjölmiðill] (1948-53)

Jazzblaðið 1.tbl

Forsíða fyrsta tölublaðs Jazzblaðsins

Jazzblaðið kom út um nokkurra ára skeið í kringum miðja síðustu öld.

Blaðið var þó ekki fyrsta djasstímaritið hérlendis því Tage Ammendrup hafði gefið út tímaritið Jazz stuttu áður, þegar Tage hætti útgáfu þess blaðs komu Svavar Gests (þá tiltölulega nýkominn frá tónlistarnámi í Bandaríkjunum) og Hallur Símonarson til sögunnar og ákváðu að gefa út þetta blað, Jazzblaðið. Svavar hafði einmitt áður ritað í blað Tages.

Jazzblaðið kom út allt til ársins 1953 en síðasta tölublaðið kom út 30. apríl. Þá höfðu komið út á fjórða tug tölublaða og hafði Svavar þá stýrt blaðinu einn frá 1950, frá 1951 gaf Jazzklúbbur Reykjavíkur blaðið út.